Viðtöl

Vonin þrífst á félagsskap

Það var ljúfsárt fyrir kosningastjórann að kveðja hann Aron nú í vikunni er hann hélt til Reykjavíkur áleiðis til Bandaríkjanna – vont að missa góðan mann úr baráttunni þó ekki sé nema í örfáa daga en að sama skapi gleðilegt að horfa á eftir honum í verðugt verkefni. Eins og flestir vita er Aron sonur Ingibjargar Sigríðar Guðmundsdóttur (Ingu Siggu) sem lést úr MND sjúkdómnum fyrir tæpum þremur árum. Hún greindist með sjúkdóminn árið 2013 og Aron segir að hún hafi strax við greiningu tekið þá ákvörðun að lifa lífinu lifandi og láta sjúkdóminn ekki stoppa sig við að njóta lífsins með sínu fólki. (more…)

Greinar

Heimar er þar sem hjartað slær

Árið 2015 markaði þáttaskil í mínu lífi, eftir tveggja ára pásu frá námi eftir að ég hafði útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Ísafirði ákvað ég að það væri kominn tími fyrir mig til þess að mennta mig frekar. Þetta var erfið ákvörðun að taka þar sem þetta þýddi að ég þyrfti að flytja frá mínum heimabæ og halda í átt til höfuðborgarinnar. Sporin urðu síðan töluvert þyngri þegar að móðir mín lést þetta sama ár um mitt sumarið eftir erfiða baráttu við MND sjúkdóminn. (more…)

Greinar

Hjartað í bænum – um skólamál á Flateyri

Bæjarfulltrúar Í-listans, bæjarstjóri og nýr framboðslisti Í-listans trúir því að á Flateyri sé hægt að byggja upp stærra og sterkara samfélag en þar er í dag. Við teljum ekki bara að það sé mögulegt að á Flateyri verði jákvæð íbúaþróun, við teljum líka að það sé ekkert eins mikilvægt fyrir sveitarfélagið Ísafjarðarbæ – og annarri byggð á norðanverðum Vestfjörðum – eins og að jákvæð íbúaþróun og sjálfbær vöxtur eigi sér stað jafnt í minni þorpunum sem hinum stærri. Án minni þorpanna og dreifbýlisins, með sínum lögbýlum og landbúnaði, visnar sveitarfélagið – líkt og það hefur reyndar verið að gera frá því í lok síðustu aldar þó að nýverið hafi loks orðið viðsnúningur. (more…)

Greinar

Íbúalýðræði og íbúasamráð – Betri stjórnsýsla eða orðagjálfur?

Í-listinn setti íbúalýðræði og opnari stjórnsýslu í sérstakan forgang í upphafi kjörtímabilsins með það fyrir augum bæta stefnumótun sveitarfélagsins og ákvarðanatöku með aukinni aðkomu íbúanna. Einnig var markmiðið að auka þátttöku og samkennd íbúanna í samfélaginu. Leiðarljós Í-listans þegar kemur að íbúalýðræði er að með aðkomu íbúa sem best þekkja til ákveðinna mála og með aðkomu fleiri en færri að ákvörðunum verði þær betri. Betur sjá augu en auga, og eins og sagt er á Aldrei fór ég suður hátíðinni „Maður gerir ekki rassgat einn“. Enn er löng leið fyrir höndum að auka samráð við íbúa, en þó hefur margt áunnist nú þegar. (more…)

Upcoming events